Finnur Orri Margeirsson tilkynnti fyrir nokkrum dögum að hann hefði lagt skóna á hilluna þó svo að ég sé nokkuð viss um að hann vilji spila einn leik til!Finnur spilaði á Íslandi með Breiðablik, KR og FH, sem hann tvísamdi við. Hann átti líka gott tímabil með Lillestrom í Noregi.Við fórum yfir ferilinn, ræddum Metoo, hann valdi bestu leikmenn sem hann spilaði með í liðunum á Íslandi og síðast en ekki síst sagði ég honum sögur af tengdapabba hans!Við Turnarnir erum í boði Visitor ferðaskrifstofu, Lengjunnar, World Class, Hafsins Fiskverslun og Budweiser Budvar. Þökkum fyrir það og hvetjum okkar besta fólk til að beina viðskiptum þangað.Finnur Orri er einlægur, klár, skemmtilegur og á frábæran feril.Njótið vel!
--------
Útvarpsþátturinn - Heima í Helsinki og ótímabær Lengjuspá
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net á X977 laugardaginn 8. febrúar. Umsjón: Tómas Þór og Elvar Geir.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar, öflugir leikmenn komu heim í Bestu deildina og Víkingur er að halda til Helsinki og mæta Panathinaikos. Heimir Gunnlaugsson formaður fótboltadeildar Víkings er á línunni.
Þá mætir sérfræðingurinn Baldvin Már Borgarsson og afhjúpar ótímabæra spá fyrir Lengjudeildina í sumar.
Fyrstu seríunni er lokið af Fótbolta Nördanum en við erum hvergi nærri hættir. Fram að næstu seríu verða aukaþættir með ójöfnu millibili til þess að svala þorstann hjá öllum nördunum í samfélaginu. Í þetta skiptið mættu menn úr geysivinsæla hlaðvarpinu Trivíaleikarnir. Það voru þeir Ingi Eddu Erlingsson og Stefán Geir Sveinsson.
--------
Hugarburðarbolti GW 24 Arsenal slátraði meisturum Man City 5-1!
Arsenal slátraði Man City 5-1 á Emirates!
Það er búið að vera kveikt Viðnum allt tímabilið. Sjóðandi heitur!! Mo Salah skildi Bournemouth og Liverpool að í flottum fótboltaleik. Fulham vann sterkan útisigur á Newcastle á St James's Park 1-2. Jean Philip Mateta með bæði mörk Crystal Palace gegn lánlausum Man Utd mönnum í 0-2 sigri á Old Trafford og Tottenham vann frábæran 0-2 sigur á Brentford á erfiðum útivelli.
--------
Enski boltinn - Stay humble, janúarglugginn og Luka pælingar
Í gær kláraðist 24. umferð ensku úrvalsdeildarinnar með leik Chelsea og West Ham á Stamford Bridge.
Stórleikur umferðarinnar var á sunnudag þegar Arsenal fór illa með Manchester City en það var nóg að ræða í kringum þann leik.
Farið er yfir alla leiki umferðarinnar, janúargluggann sem var að klárast og svo er snert aðeins á körfubolta í lokin þegar rætt er um skipti Luka Doncic til Los Angeles Lakers. Eru þau tengd inn í fótboltann í þættinum.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson stýrir og með honum eru Haraldur Örn Haraldsson og afmælisbarnið Magnús Haukur Harðarson.