Arnar Gunnlaugs eftir sinn fyrsta hóp - Klárlega merki um nýja tíma
Elvar Geir Magnússon ræddi við Arnar Gunnlaugsson á Laugardalsvelli strax eftir að Arnar hafði opinberað val á sínum fyrsta landsliðshóp.
Það er kominn nýr fyrirliði í íslenska landsliðinu, Orri Steinn Óskarsson. Sveigjanleiki er orð sem verður áberandi í landsliðsþjálfaratíð Arnars.
Arnar ræddi um valið, frammistöðu okkar fremstu leikmanna að undanförnu, leikina framundan gegn Kosóvó og fleira.
--------
Hugarburðarbolti GW 28 Hinn heilagi andi ætlar sér í meistaradeildina!
Nottingham Forest skelltu Man City í Skíriskógi! Liverpool breikkar bilið. Bruno G hetja Newcastle á Ólympíuleikvangnum í London. Botnliðin halda áfram að ströggla.
Tottenham og Bournemouth skildu jöfn 2-2 í skemmtilegum leik og stórleikur Man Utd og Arsenal var spennandi!
--------
Tveggja Turna Tal - Ólafur Þ. Harðarson
Ólafur Þ. Harðarson er stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus við Háskóla Íslands. Við Ólafur ræddum Donald Trump, Gobbels og Mussolini en ennþá meira um fótboltamenn og annað íþróttafólk sem tekið hefur sæti á Alþingi Íslendinga. Af nægu er að taka og Ólafur er hafsjór fróðleiks!Þátturinn er í boði Visitor Ferðaskrifstofu, Lengjunnar, Hafsins fiskverslun, Budvar, World Class og Golfklúbbsins Keilis !
--------
Enski boltinn - Forest, Bournemouth og Brighton í Meistaradeildina?
Nottingham Forest sigraði Manchester City um helgina og eru í þriðja sæti deildarinnar þegar nákvæmlega tíu umferðir eru eftir af deildinni. Baráttan um Evrópusætin er gríðarlega spennandi, og möguleiki á því að mikið af stóru liðunum missi af.Magnús Haukur Harðarsson mætti eins og svo oft áður til þess að ræða liðna umferð í boltanum en einnig mætti Arnór Gauti Ragnarsson leikmaður Aftureldingar. Arnór er stuðningsmaður Southampton, og því aðeins farið meira yfir þeirra gengi á tímabilinu.Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að ofan og í öllum hlaðvarpsveitum.
--------
Útvarpsþátturinn - 28 dagar í Bestu og enska hringborðið
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net laugardaginn 8. mars. Umsjón: Elvar Geir og Tómas Þór.
Það eru 28 dagar í Bestu deildina og farið er yfir helstu fréttir og viðbrögðin eftir ótímabæru spánna. Frammistaða Hákonar í Meistaradeildinni og komandi landsliðsval Arnars eru meðal umræðuefna.
Kristján Atli, talsmaður Liverpool á Íslandi, sest við enska hringborðið og opinberar val á úrvalsliði annars þriðjungs. Skoðuð er staðan í deildinni miðað við spár og fjallað um Meistaradeildina.